Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Bloggar

Ćvisaga Sverris Norđfjörđ - Sýning ţann 17. júní í Grófinni

Sverrir Norđfjörđ - kápanŢann 17. júní nćstkomandi heldur Óttar M. Norđfjörđ sýningu á klippilistaverkum sem hann vann fyrir bók sína, Arkitektinn međ alpahúfuna. Um er ađ rćđa ćvisögu Sverris Norđfjörđ, föđur Óttars, sem lést 17. júní í fyrra, 67 ára ađ aldri.

Ćvisagan er unnin upp úr dánarbúi Sverris, svo sem ljósmyndum, bréfum og teikningum, auk ýmislegs annars. Hver opna í bókinni er sjálfstćtt klippilistaverk sem sýnir brot úr lífi Sverris, en á sýningunni verđa nokkrar vel valdar opnur úr bókinni til sýnis, ásamt bókinni sjálfri, en ađeins 18 eintök voru prentuđ af henni. Útskrfit 71 - Sverrir Norđfjörđ

Sýningin er haldin í Grófinni 1 í miđbć Reykjavíkur (beint á móti Borgarbókasafninu) og stendur frá klukkan 15-18 ađeins ţennan eina dag. Ţađ er rithöfundaforlagiđ Nýhil sem gefur ćvisöguna út. Hún er 285 síđur á lengd og verđur ekki til sölu.

Í fréttinni má sjá bókakápuna og eina opnu úr bókinni. Ţeir sem hafa ađgang ađ Facebook geta nálgast fleiri opnur á eftirfarandi slóđ:

http://www.facebook.com/profile.php?cropsuccess&id=687241185#/album.php?aid=102057&id=687241185


Davíđ og Svein Harald tefldu ekki!

Fréttir Skák.is um skákeinvígi Davíđs Oddssonar og Svein Harald Řygard sem finna má hér og hér voru ekki alveg sannleikanum samkvćmar og ritstjóra er ekki kunnugt um ađ ţeir hafi hist og hvađ ţá teflt!  Hannes Hólmsteinn var heldur ekki međal áhorfenda né gaf Álfasteinn verđlaun!

Einnig er rétt ađ taka fram ađ Svein Harald er vćntanlega ekki heldur bróđur norska stórmeistarans Leifs Řgaard enda er eftirnafniđ ekki alveg ţađ sama ţótt ţví hafi veriđ hliđrađ í „fréttinni".

Aprílgabb Skák.is hefur aldrei vakiđ jafn mikla athygli og nú og var m.a. fjallađ um ţađ á mbl.is og á Islandsbloggen og áhorfiđ á Skák.is í gćr er ţađ langmesta síđan Skák.is fór á Moggabloggiđ.


Skákveitan - nýr skákvefur

Hrannar Baldursson hefur stofnađ nýjan frétta- og fróđleikssíđu, Skákveituna, sem er ćtlađ ađ hjálpa skákáhugamönnum ađ halda utan um skákfréttir bćđi á Íslandi og erlendis.

Hrannar skýrir nánar frá tilgangi síđunnar á Skákhorninu.   

Tengil á síđuna hefur veriđ bćtt viđ í tenglasafn Skák.is, undir lykilvefir.    


Jón Viktor skákmađur ársins 2008 ađ mati ritstjóra Skák.is

Jón Viktor ađ tafli í Lúx3Ritstjóri Skák.is hefur venju samkvćmt gert hiđ árlega áramótauppgjör á bloggsíđu sinni.  Ađ mati hans er Jón Viktor Gunnarsson skákmađur ársins 2008, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir skákkona ársins, Hjörvar Steinn Grétarsson efnilegasti skákmađur ársins og Taflfélag Bolungarvíkur skákfélag ársins.

Uppgjöriđ, sem er skrifađ í léttum dúr, má finna í heild sinni á bloggsíđu ritstjóra.  


Ritstjóri Skák.is hćttur störfum

Ritstjóri Skák.is hefur hćtt störfum.  Ritstjóri hefur síđustu misseri legiđ undir miklum ámćlum.  Má ţar nefna vegna röđunar tengla á Skák.is, notkunar bandstrika, stafsetningar og ofnotkunar á orđinu Íslandsmeistarar.  Ritstjóri hefur í samráđi viđ stjórn SÍ ákveđiđ ađ hćtta störfum en vefurinn á einmitt níu ára afmćli í dag.

Vegna ţess álags sem ritstjóri hefur legiđ undir hefur veriđ ákveđiđ ađ ekki verđi gefiđ upp hver tekur viđ ritstjóraembćttinu.  Einnig hefur veriđ ákveđiđ ađ skipa sérstaka ritnefnd sem starfi međ ritstjóranum.   Skákmenn eru hvattir til ađ gefa kost sér í hana međ ţví ađ senda tölvupóst í dag til Skáksambandsins í netfangiđ siks@simnet.is en ritnefndin verđur skipuđ á stjórnarfundi í kvöld.

Ritstjóri  (nú fyrrverandi) ţakkar samskiptin á síđustu níu árum og vonar ađ Skák.is dafni sem aldrei fyrr undir ritstjórn hins nýja nafnlausa ritstjóra.

 


Ný heimasíđa Taflfélags Bolungarvíkur

Fyrstu deildar liđ Taflfélags Bolungarvíkur hefur sett upp nýja vefsíđu hér á Moggablogginu.  Ţar má m.a. finna ítarlega umfjöllun um Íslandsmót skákfélaga.


Spáđ í spilin fyrir síđari hluta Íslandsmóts skákfélaga

Ritstjóri Skák.is hefur sem fyrr spáđ í spilinn fyrir síđari hluta Íslandsmóts skákfélaga.  Pistil Gunnars má finna á bloggsíđu hans.

Bloggsíđa Gunnars 


Ný skákbók eftir Bobby Fischer

 

61 minnisstćđ skák eftir Bobby Fischer
Íslendingurinn Bobby Fischer hefur gefiđ út nýja bók sem ber nafniđ 61 minnisstćđ skák (My 61 Memorable Games) og er samkvćmt frásögn á Ebay endurgerđ á hinni ţekktu bók 60 minnisstćđar skákir sem út kom fyrst áriđ 1969 og hefur ţótt međal betra skákbóka sem komiđ hafa út.  Fischer hefur bćtt viđ einni skák en um er ađ rćđa fyrstu einvígisskákina gegn Spassky áriđ 1992.  Fyrsta útgáfa bókarinn er ađeins gefin út í 50 eintökum til ađ byrja og auglýst eftir bođi á Ebay í allar bćkurnar.  Annađ útbođ verđur svo síđar fyrir bćkur 51-100 en eftir ţađ mun bókin fara í almenna sölu. 

 

Í umföllun í bókinni á Ebay segir: 

The book is entitled "My 61 Memorable Games", a new book released by Bobby Fischer. The "cover price" of this book is $24.95 but as a collector's item of limited production run, they can obviously sell for much more. You are bidding on THE FIRST 50 COPIES OF THIS BOOK to be released! Only bid if you intend to be in receipt of all 50 copies. The first 100 copies are marked as SPECIAL EDITION, FIRST PRINT RUN, and this auction is for books #1-50. Another auction will be for books 51-100. This book will not be made available for the public before February 2008, and all books from 101 onward will say SECOND EDITION on them. Send an email to my61memorablegames@gmail.com for more information. Nearly four decades have passed since Bobby Fischer's "My 60 Memorable Games" was first printed. The year was 1969. America was embroiled in the Viet Nam Conflict. Lyndon B. Johnson was replaced by Richard M. Nixon in the White House. And a group known as "Led Zeppelin" released their first album. Much has changed since then, but even modern computer analysis in 2007 indicates that Fischer's intuition and tactical combinations were very accurate. This has made "My 60 Memorable Games" a treasure to chessplayers, and a book highly sought after by collectors. And now, Fischer's new book has outperformed its great predecessor! It remains true to the original form: Chess analysis, objective and clear, devoid of personal attacks or other diatribe. Updated with modern Figurine Algebraic Notation, it is much easier to read than the antiquated Descriptive Notation of 1969. The pensive, elder Fischer has annotated the games from the perspective of his accumulated lifetime of experience, an impossible undertaking for his 26-year old counterpart that penned the original tome. The new book also contains IMPROVED analysis and more commentary by the legendary reclusive World Champion. And the icing on the cake is, a new game added to the collection! For the first time ever, Fischer's own recounting of his 'memorable' game 1 from the 1992 rematch with Boris Spassky. This was the Breyer Variation of the ancient Ruy Lopez opening (which dates back to 1561!) yet Fischer imparts new life to it with a move that was highly praised by Grandmasters around the world! Chess enthusiasts of all ages, strengths, and backgrounds will love this book. P.S. The page images below are VERY BLURRY for some reason -- eBay has scaled them down, the book looks much sharper and much better than these images!


HM ungmenna: Fyrsti pistill fararstjóra

Dagurinn hófst snemma í gćr hjá keppendum enda ţurftu allir ađ vera mćttir út á flugvöll um kl. 6 um morguninn. Ţađ ţýddi ađ fólk var vaknađ um kl. 4 um nóttina og sumir reyndar sváfu ekkert nóttina áđur. Ţađ var ţví ţreyttur hópur sem kom á skákstađ rétt fyrir kl. 23 í gćrkvöldi eftir flug gegnum Noreg og rúmlega klukkutíma rútuferđ.

Ţegar á skákstađ var komiđ og skráningin búin ţá var orđiđ ljóst ađ vistarverurnar voru ekki allar upp á marga fiska og ţví fariđ strax í ađ kvarta. Og leysist vonandi úr ţessu síđar í kvöld. A.m.k. fengum viđ loforđ um slíkt. Ađstćđur til ţjálfunar er t.d. afskaplega lítil enda ekki borđ í herbergjunum.

Annars eru keppniađstćđur hér ađ mér sýnist ágćtar en teflt er í 4-5 sölum ţar sem 2 salir eru langstćrstir. Jóhanna og Elsa eru í sölum sem eru minni. Beinar útsendingar eru bara á allra efstu borđum 2-5 eftir aldri krakkana í hverjum flokki.

Foreldrum og ţjálfurum er bannađ ađ vera í skáksal nema fyrstu 10 mínúturnar. Og ţurfum viđ ţví bara ađ bíđa eftir krökkunum.

3 af krökkunum ţau Hildur, Hrund og Dagur Andri hafa ekki áđur fariđ á heimsmeistaramót og ţví viđbrigđin vćntanlega töluverđ. Krakkarnir hittu ţjálfara sína kl. 14 til ađ fara yfir hugsanlega andstćđinga ţrátt fyrir ađ pörun lćgi ekki fyrir en viđ gátum séđ hvađ andstćđingarnir voru hugsanlega sterkir. Annars var bara fariđ í praktík.

Andstćđingar íslensku keppendana eru af öllum styrkleika og mörgum ţjóđernum en Sverrir Ţorgeirsson fćr erfiđasta prógrammiđ af krökkunum ţví andstćđingur hans hefur 2401 skákstig eđa styrkleika alţjóđlegs meistara. Hrund Hauksdóttir keppir hins vegar á hćsta borđinu eđa ţví 3.

 

27

27

JOHANNASDOTTIR Hildur Berglind

0

ISL

0

 

0

ULUSOY Nisan

0

TUR

63

3

3

WFM

SAMIGULLINA Diana

2065

RUS

0

 

0

 

HAUKSDOTTIR Hrund

0

ISL

65

66

67

 

FRIDGEIRSSON Dagur Andri

1804

ISL

0

 

0

 

TSENG Woei Haw

0

TPE

147

14

90

 

SAMARAKONE U L

1927

SRI

0

 

0

 

GRETARSSON Hjorvar Steinn

2270

ISL

14

27

27

 

PASCUA Haridas

2177

PHI

0

 

0

 

PALSSON Svanberg Mar

1829

ISL

103

14

69

 

JOHANNSDOTTIR Johanna Bjorg

1651

ISL

0

 

0

 

ADAMOWICZ Katarzyna

2034

POL

14

9

71

 

THORGEIRSSON Sverrir

2061

ISL

0

 

0

FM

PEREIRA Ruben

2401

POR

9

16

16

WFM

DAVLETBAYEVA Madina

2165

KAZ

0

 

0

 

THORFINNSDOTTIR Elsa Maria

1724

ISL

55

7

7

WFM

MELEKHINA Alisa

2208

USA

0

 

0

 

THORSTEINSDOTTIR Hallgerdur

1790

ISL

60


Páll Sigurđsson

EM landsliđa: 11. pistill liđsstjóra

Liđiđ ađ fagna góđum sigri
Ţađ vannst sćtur sigur á Finnum í gćr.  Og nú var ţađ Ţröstur Ţórhallsson sem dró okkur ađ landi međ sigri á fjórđa borđi.  Ekki sá besti í íslenskri skáksögu en mikilvćgur engu ađ síđur.  Ísland náđi 20. sćti, en liđinu var rađađ í 31. sćti fyrir mót, sem er besti árangur sem íslenskt liđ hefur náđ í ţessari keppni síđan áriđ 1992.  Liđiđ hafnađi reyndar einnig í 20. sćti í Leon áriđ 2001 en ţá voru 34 liđ međ og árangur ţví betri nú.  Liđ Íslands var nćstefst norđurlanda, ađeins Danirnir slógu okkur viđ en fyrirfram var Ísland ţađ nćstlakasta á pappírnum. 

Ísland og Slóvenía voru ţćr ţjóđir sem stóđu sig best miđađ viđ stig en bćđi liđin enduđu 11 sćtum ofar en međalstig fyrir mót gáfu til kynna.

Ţađ sem gerir árangurinn enn betri var liđiđ tefldi allt mótiđ uppfyrir sig nema gegn Finnunum.  Fjöllum til ađ byrja lauslega um skákir gćrdagsins.

Héđinn samdi „örjafntefli" á fyrsta borđi og ţar međ var helsta vopn Finna Tomi Nyback úr leik.

Henrik gerđi einnig öruggt jafntefli á 2. borđi međ svörtu.

Stefán tefldi á ţriđja borđi og ţar var stađan flókin ađ mati liđsstjóra og allt stemmdi í bullandi tímahrak.  Skákin leystist upp og Stefán hafđi smá frumkvćđi en náđi ekki ađ kreista.

Ţröstur tefldi og fékk fljótlega eitthvađ betra.  Hann snéri smásaman á andstćđinginn og vann góđan sigur.  Eftir skákina kom gullkorn dagsins frá Ţresti.  „Nú er ég kominn í stuđ" Smile

Međ sigrunum náđum viđ öđru sćti norđurlandaţjóđanna, rétt mörđum Norđmenn.  Magnus Carlsen tapađi loks fyrir serbneskum andstćđingi sínum.  Norđmennirnir voru reyndar heppnir ţví ađ ná 2-2 jafntefli ţar sem andstćđingur Ketils reyndi ađ vinna stöđu í stađ ţess ađ gera jafntefli og tryggja ţar međ Serbum 2,5-1,5.  Ótrúleg ákvörđun útfrá hagsmunum liđsins.  Svíarnir lágu fyrir Svartfellingum.  Viđ fengum reyndar jafnmarga vinninga og Danir, sem unnu Litháa, en fćrri stig.  Danirnir voru hressir í gćrkveldi og sögđust hafa lent í sjöunda sćti.  Hmmmmm, minnir mig á eitthvađ.  Wink

Lokastađa norđurlandanna er sem hér segir:

Ţjóđ

Sćti

Stigaröđ

Stig

Vinn

Danmörk

12.

20.

10

19

Ísland

20.

31.

9 (169,5)

19

Noregur

22.

27.

9 (160,5)

19

Svíţjóđ

27.

21.

8

18,5

Finnland

31.

34.

7

16,5

Rússarnir unnu Búlgara á fyrsta borđi og rúllađi Svidler ţvílíkt yfir andstćđing sinn á fyrsta borđi en hann fékk 7 vinninga í 8 skákum sem verđur ađ teljast ótrúlegt gegn jafnsterkum andstćđingum.  Rússarnir fengu 17 stig af 18 mögulegum sem verđur einnig ađ teljast ótrúlegt. 

Armenar urđu ađrir međ 14 stig og nágrannar Aserar urđu ţriđju međ 13 stig.

Ivan Sokolov tapađi nú og var sjón ađ sjá hann ţegar hann strunsađi úr skáksalnum.  Mátti ég rétt sleppa frá ţví ađ verđa á vegi hans en hann var eins og naut í flagi.  Ég held ađ enginn skákmađur í heimi eigi jafn erfitt međ ađ tapa og hann nema ţá helst Kasparov.

Um kvöldiđ borđuđum viđ međ Sokolov og fór hann á kostum.  Hann kom okkur mikiđ á óvart međ ţekkingu sinni á Íslandi og íslenskri sögu. 

Einnig rifjađi hann upp skákina sem hann tapađi fyrir Stefáni Kristjánssyni á EM taflfélaga í Kemer og átti ekki orđ yfir eigin frammistöđu.  Hann kenndi Fischer um tapiđ ţví hefđi ekki veriđ Fischer-tímamörkin hefđi Stefán tapađ ađ hans mati!  Gullkorniđ dagsins var ţó.  „After I lost to Kristjánsson I decided to quit professional chess".

Eitt sérkennilegasta atvik sem ég hef séđ á skákmóti og undaskil ég ekki Jólapakkamót Hellis ţar sem ýmislegt gerist í yngri flokkunum.  Umrćtt atvik gerđist í skák Tiviakov, Hollandi, og Almasi, Ungverjalandi.

Tiviakov hafđi 2 hróka gegn hróki og biskupi Ungverjans.  Ţeim síđarnefnda virtist reyndar vera misbođiđ ađ sá hollenski skyldi tefla áfram og sýndi ţađ međ svipbrigđum sínum  Ungverjinn virđist reyndar vera eitthvađ hrokafullur ţví honum virtist einnig vera ferlega misbođiđ ađ gera jafntefli viđ Hannes.

Jćja nóg af útúrdúrum.  Almasi lék gegn Tiviakov og svo leiđ smá tími og svo lék Almasi aftur!  Tivikov varđ auđvitađ mjög undrandi á svip en fór svo bara ađ hlćja og sagđi.  „He played 2 moves in a row".  Ţetta var svo lagađ af skákstjóra en ótrúlegt ađ sjá svona gerast hjá skákmanni međ um 2700 skákstig.  

Förum yfir árangur íslensku skákmannanna:

Hannes fékk 3 vinninga af 7 og stóđ sig í samrćmi viđ stig.  Hann átti ţađ til ađ blöndera í ţessu móti sem er óvenjulegt á ţeim bć.  Góđur leiđtogi í liđinu en ţađ veitir alltaf eitthvađ vissa öryggistilfinningu ađ vita af honum á fyrsta borđi.

Ađ öđrum ólöstuđum voru ţađ Héđinn og Henrik sem drógu vagninn.  Héđinn náđi sínum fjórđa stórmeistaraáfanga í röđ ţ.e. ţetta var fjórđa mótiđ í röđ sem hann náđi árangri yfir 2600 skákstig sem bendir til ţess ađ hann eigi miklar hćkkanir inni.  Héđinn fékk 5,5 vinning í 9 skákum og var sá eini í liđinu sem tefldi allar skákirnar og hćkkar um 14 stig fyrir frammistöđu sína sem samsvarađi 2662 skákstigum.  Héđinn er nú kominn međ 2550 skákstig og ljóst ađ hann gćti sótt ađ fyrsta borđinu á komandi mótinu haldi hann ţessu flugi.

Henrik stóđ sig einnig afar vel.  Frammistađa hans var einnig vel yfir 2600 skákstig eđa upp á 2654 skákstig en hann fékk 5 vinning í 8 skákum ţrátt fyrir ađ hafa haft fimm sinnum svart.  Henrik hćkkar um 16 stig og er nú kominn aftur yfir 2500 skákstig.  Mjög vel lesinn skákmađur sem undirbjó sig afar vel og átti ţađ til ađ koma andstćđingum sínum á óvart jafnvel strax í fyrsta leik og ţađ međ góđum árangri!.

Stefán fékk 3,5 í 7 skákum.  Fyrir liđsstjóra er martröđ ađ hafa hann í liđi en ávallt var mikiđ á og brjálađ tímahrak á ferđinni.  Stefán hćkkar um 7 stig fyrir frammistöđuna og nálgast ţví enn 2500 skákstigin sem hann ţarf ađ ná til ađ verđa útnefndur stórmeistari.  Ég verđ ađ viđurkenna, ţrátt fyrir ađ mér sé ţađ ţvert um geđ, ađ Stefán er betri en ég í borđtennis.  Frown

Varamađur ferđarinnar Ţröstur Ţórhallsson kom sterkur inn á endasprettinum eins og svo oft áđur.  Hann fékk 2 vinninga af 5 mögulegum eftir ađ hafa byrjađ brösuglega.  Ţví miđur var bara mótiđ of stutt fyrir Ţröst!  Hann lćkkar um 8 stig fyrir frammistöđuna sína.

Samtals hćkkar liđiđ um 30 stig sem ţýđir ađ liđiđ fékk um 3 vinningum meira en stigin gefa til kynna. 

Sjálfur ţakka ég liđinu kćrlega fyrir samveruna hér á Krít.  Ţetta var gaman ţótt ţađ skiptust auđvitađ á skin og skúrir.  Gott liđ sem náđi bara býsna vel saman.  Mikil stemming og góđur andi ţegar fariđ var yfir skákirnar saman á kvöldin.  

Héđinn og Henrik voru auđvitađ ţeir sem drógu og vagninn en Stefán og Hannes stóđu sig einnig fyrir sínu.  Ţröstur kom flottur inn á endasprettinum eins og svo oft áđur en hann er liđinu ákaflega mikilvćgur liđsmađur enda mikill baráttumađur sem smitar út frá sér.  

Ađ vera liđsstjóri er full vinna ţví auk ţess ađ fylgjast međ liđinu, tilkynna liđiđ o.ţ.h. tel ég hafa skyldur viđ ykkur úti ţarna ađ koma upplýsingum um gang mála á skákstađ.

Skákáhugamönnum ţakka ég hvatningarnar og liđinu fyrir skemmtilega samveru.  Björn Ţorfinnsson fćr sérstakar ţakkir fyrir upplýsingaöflun ţegar mig vanhagađi um eitthvađ slíkt međ skömmum fyrirvara.

Mótshaldarar og skipuleggjendur fá plús í kladdann fyrir frábćra skipulagningu og ađbúnađ.  Allt til fyrirmyndar auk ţess sem Grikkir eru einkar vinalegir og ţćgilegir í allra umgengi. 

Sérstakt „show" var svo í gćr ađ horfa á leik Real Madrid og Olympikos í hótellobbýinu í gćr.  Einn Grikkinn var orđinn svo ćstur ađ ţegar boltinn var sendur fram markiđ Spánverjann á lokamínútunum í gćr, stökk hann upp eins og ćtlađi ađ skalla hann í markiđ!

Heimleiđin er löng og ströng ţ.e.: Krít-Aţena-London-Keflavík.  Ţessi pistill var ađ mestu skrifađur í gćr en er klárađur í flugvél á milli Aţenu og London og póstađur á netiđ á Heathrow flugvelli.  

Takk fyrir mig!

Nóg í bili, ekki meir!

Krítarkveđja,
Gunnar


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 41
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 8764053

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband